LET: Valdís Þóra hefir lokið keppni á NSW Open
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefir lokið keppni á NSW Open, móti vikunnar á LET og reyndar samstarfsverkefni LET og ALPG, en Valdís Þóra hefir fullan spilarétt á báðum mótaröðum.
Valdís Þóra lék á samtals 6 undir pari, 278 höggum (63 70 72 73) og lauk keppni T-5, þ.e. hún deildi 5. sætinu með þeim Dikshu Dagar frá Indlandi og Felicity Johnson frá Englandi. Telja verður árangur Valdísar Þóru glæsilegan í ljósi þess að hún fann fyrir eymslum í baki þegar í upphafi móts og mun nú snúa til Akraness til þess að ráðfæra sig við lækni.
Christine Wolf frá Austurríki varð í 4. sæti á samtals 7 undir pari og þær Munchin Keh frá Nýja-Sjálandi og Lynn Carlson frá Svíþjóð deildu 2. sætinu á samtals 9 undir pari. Sigurvegari 2. árið í röð varð enski kylfingurinnn Meghan Maclaren, sem tókst að verja titil sinn á glæsiskori 12 undir pari.
Til þess að sjá lokastöðuna á NSW Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
