Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2019 | 08:00

LET: Valdís Þóra hefir lokið keppni á NSW Open

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefir lokið keppni á NSW Open, móti vikunnar á LET og reyndar samstarfsverkefni LET og ALPG, en Valdís Þóra hefir fullan spilarétt á báðum mótaröðum.

Valdís Þóra lék á samtals 6 undir pari, 278 höggum (63 70 72 73) og lauk keppni T-5, þ.e. hún deildi 5. sætinu með þeim Dikshu Dagar frá Indlandi og Felicity Johnson frá Englandi. Telja verður árangur Valdísar Þóru glæsilegan í ljósi þess að hún fann fyrir eymslum í baki þegar í upphafi móts og mun nú snúa til Akraness til þess að ráðfæra sig við lækni.

Christine Wolf frá Austurríki varð í 4. sæti á samtals 7 undir pari og þær Munchin Keh frá Nýja-Sjálandi og Lynn Carlson frá Svíþjóð deildu 2. sætinu á samtals 9 undir pari. Sigurvegari 2. árið í röð varð enski kylfingurinnn Meghan Maclaren, sem tókst að verja titil sinn á glæsiskori 12 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á NSW Open SMELLIÐ HÉR: