Valdís Þóra Jónsdóttir, GL
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2019 | 17:00

LET: Valdís Þóra hætti keppni í S-Afríku v/bakmeiðsla

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni hóf leik í dag á Investec South African Womens Open, sem er hluti af LET Evrópumótaröð kvenna (LET).

Mótið fer fram á Westlake Golf Club í Suður-Afríku.

Valdís Þóra varð að hætta keppni eftir 6 holur vegna meiðsla í baki.

Þessi meiðsli hafa verið til staðar hjá Valdísi Þóru á undanförnum vikum og mánuðum.

Eftir sjöttu holu í dag ákvað Valdís Þóra að hætta keppni þar sem hún átti í erfiðleikum með að sveifla kylfunni.

Hún hefur ákveðið að taka ekki þátt á næsta móti í Jórdaníu og kemur nú heim til Íslands í meðhöndlun hjá sérfræðingum.

Valdís Þóra náði sínum næst besta árangri á síðasta móti sem fram fór í Ástralíu en þar endaði hún í 5. sæti.

Eftir 1. dag eru það hin sænska Lina Boqvist og Sarah Schober frá Austurríki sem deila forystunni á 1 undir pari, hvor.

Sjá má stöðuna á Investec South African Womens Open með því að SMELLA HÉR:

Texti: GSÍ