Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2018 | 10:30

LET: Valdís Þóra á glæsilegum 69 höggum – Er T-2 e. 1. dag í Bonville!!!

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, gerir ekki endasleppt.

Nú um helgina varð hún T-57 á LPGA á ISPS Handa Women´s Australia Open, í Adelaide eftir að hafa komist í gegnum niðurskurð með frábærum hætti.

Í gær toppaði hún sig þegar hún lék 1. hring á Ladies Classic Bonville mótinu á 3 undir pari, 69 glæsihöggum!!!

Hún er T-2 eftir 1. dag sem er stórglæsilegur árangur!!!

Valdís Þóra deilir 2. sætinu með spænska kylfingnum Mörtu Sanz Barrio (Sjá eldri kynningu Golf 1 á Mörtu með því að SMELLA HÉR:) og aðeins enski kylfingurinn Holly Clyburn, sem lék á 5 undir pari, 67 höggum er ofar en þær stöllur Marta og Valdís Þóra, þ.e. á 2 högg á þær. (Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Holly Clyburn með því að SMELLA HÉR:)

Glæsilegt þetta hjá Valdísi Þóru og gaman að fylgjast með henni.

Á hringnum flotta upp á 69 högg fékk Valdís Þóra hvorki fleiri né færri en 6 fugla og 3 skolla – þar af komu 3 fuglar í röð (þ.e. á par-4 1. og 2. brautinni og par-3 3. brautinni).

Vonandi að framhald verði á þessari meiriháttar spilamennsku hjá Valdísi Þóru!!!

Sjá má stöðuna á Ladies Classic Bonville mótinu með því að SMELLA HÉR: