Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2019 | 08:00

LET: Valdís Þóra á 79 á 1. degi í Bonville

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur á Evrópumótaröð kvenna (LET) tekur þátt í móti vikunnar á LET þ.e. The Pacific Bay Resort Australian Ladies Classic.

Hún var langt frá sínu besta á 1. hring – kom í hús á 7 yfir pari, 79 höggum.

Valdís Þóra var á 3 yfir pari fyrir lokaholuna – par-5u, sem Valdís Þóra er venjulega svo sterk á, en hún fékk því miður sprengju á lokaholuna heil 9 högg og lauk hringnum á 7 yfir pari. Hún deilir 120. sæti með ýmsum ágætiskylfingum, m.a. hinni skosku Carly Booth.

Í efsta sæti eftir 1. hring er ástralskur áhugakylfingur Doey Choi, en hún lék á 6 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á The Pacific Bay Resort Australian Ladies Classic SMELLIÐ HÉR: