Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 12:40

LET: Valdís Þóra á +4 e. 1. dag í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, var nú rétt í þessu að ljúka 1. hring sínum á Lalla Meryem mótinu, sem fram fer á Royal Dar Es Salam golfvellinum, í Dar Es Salam, í Marokkó.

Hún lék á 4 yfir pari, 76 höggum; fékk 2 fugla og 6 skolla.

Sem stendur eru Lydia Hall frá Wales og Klara Spilkova frá Tékklandi efstar af þeim sem lokið hafa keppni, en þær hafa spilað á 3 undir pari, 69 höggum, hvorar. Arianne Provot frá Frakklandi er hins vegar efst, en hefir ekki lokið keppni er á 15. holu og hefir spilað á 4 undir pari.

Margar eru ekki einu sinni farnar út og getur staðan enn breyst eftir því sem líður á daginn.

Sjá má stöðuna á Lalla Meryem mótinu með því að SMELLA HÉR: