Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2018 | 07:00

LET: Valdís Þóra á 2 yfir pari og T-63 e. 1. dag á Oates Vic í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL hóf kl. 1:40 í nótt keppni á Oates Vic mótinu í Ástralíu, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET) og samstarfsverkefni við áströlsku mótaröðina ALPG.

Keppt er á tveimur golfvöllum 13th Beach Golf Club í Viktoríu fylki í Ástralíu; The Beach (strandvellinum) og The Creek.

Valdís Þóra hóf keppni á strandvellinum.

Eftir 1. keppnisdag er Valdís Þóra ofarlega fyrir miðju á skortöflunni þ.e. í 63. sæti af 144 keppendum.

Hún lék 1. hring á 2 yfir pari, 75 höggum, en völlurinn sem hún lék á (The Beach Course) er par-73.

Á hringnum fékk Valdís Þóra 2 fugla, 12 pör og 4 skolla.

Samhliða mótinu hjá konunum keppir Evrópumótaröð karla einnig á völlunum og er verðlaunafé jafnt í mótinu fyrir karla og konur sem er óhefðbundið í golfi og gríðarlega mikilvæg framför og nýjung, sem vonandi verður allsráðandi innan fárra ára í golfíþróttinni!

Til þess að sjá stöðuna á Oates Vic mótinu í Ástralíu SMELLIÐ HÉR: