Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2018 | 02:40

LET: Valdís Þóra á +1 þegar 3. hringur er hálfnaður í Bonville

Eftir frábæra byrjun hjá Valdísi Þóru „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingi úr Golfklúbbnum Leyni,  á Ladies Classic Bonville mótinu var svolítill mótbyr hjá henni, en hún fékk vægast sagt ekki óskabyrjun á 3. hring.

Á fyrri hálfleik 3. hrings fékk Valdís Þóra 2 skolla og 1 fugl.  Fuglinn kom ekki fyrr en á par-4 9. holu en fram að því hafði Valdís fengið 2 skolla og færðist jafnt og þétt niður skortöfluna.

Hún var í 4. sæti eftir 2. hring og var komin í 7. sæti á 8. holu, en fuglinn á 9. kom henni aftur upp í  5. sæti, sem hún situr í þegar þessar línur eru skrifaðar (5. sætinu deilir Valdís Þóra með Rebeccu Artis frá S-Afríku og Danielu Holmqvist frá Svíþjóð).

Það stórkostlega er að Valdís Þóra er enn meðal efstu 10 í móti þar sem bestu kylfingar Evrópu og Ástralíu og víðar að etja kappi, Áfram svona!!!

Til þess að sjá stöðuna á Ladies Classic Bonville mótinu SMELLIÐ HÉR: