Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2019 | 14:35

LET: Valdís lauk keppni T-19 á Opna franska – Nelly Korda sigraði!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lauk keppni á Opna franska jöfn 3 öðrum kylfingum í 19. sæti (T-19).

Hún lék á samtals 2 yfir pari, 286 höggum (79 66 70 71).

Ótrúlega glæsilegur árangur þetta eftir ógæfulega byrjun í mótinu og ómögulegt að segja hvar Valdís Þóra hefði endað hefði hún bara átt eðlilegan 1. hring.

Bandaríski kylfingurinn Nelly Korda sigraði í mótinu, enda hæst rankaði kylfingurinn á mótinu; nr. 10 á heimslistanum; Valdís Þóra er sem stendur nr. 579 og á eflaust eftir að hækka eftir helgi!

Stórglæsilegur árangur og flott hjá Valdísi Þóru!!!

Sjá má lokastöðuna á Opna franska með því að SMELLA HÉR: