Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2017 | 07:00

LET: Valdís hefur keppni á Indlandi á morgun

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL hefur keppni á Indlandi á morgun á LET mótinu, Hero Women´s Indian Open.

Síðast lék Valdís í Abu Dhabi, en það gekk ekki nógu vel að hennar sögn, sbr. færslu á facebook síðu hennar:

Abu dhabi gekk ekki alveg nógu vel golflega séð. Ég sló driverinn frábærlega, járnahöggin ekki nógu vel og krækti 15 pútt á þessum tveimur hringjum. Það er nú stundum svo. Held til indlands á morgun og mótið þar byrjar á föstudaginn.
Ég notaði helgina í að koma sveiflunni aftur á sinn stað og í að gera eitthvað skemmtilegt til þess að dreyfa huganum. Læt nokkrar myndir fylgja með.

Valdís Þóra fer út kl. 7:10 að indverskum tíma (sem er kl. 02:40 að íslenskum tíma) af 10. teig og þær sem hún deilir ráshóp með eru Liz Young frá Englandi og Andrea Wong frá Bandaríkjunum.

Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru á Indlandi með því að SMELLA HÉR: