Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2019 | 10:00

LET: Valdís á 72 e. 1. dag í Thaílandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í móti vikunnar á LET, Ladies European Thailand Championship.

Þátttakendur eru 126.

Valdís Þóra lék 1. hring á pari vallar eða 72 höggum og er T-26 eftir 1. dag.

Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla, 12 pör og 3 skolla.

Efst eftir 1. dag er sænski kylfingurinn Lina Boqvist, sem lék á 5 undir pari 67 höggum.

Sjá má stöðuna á Ladies European Thailand Championship með því að SMELLA HÉR: