Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 14:00

LET: Valdís á 70 í dag – komst ekki g. niðurskurð

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, komst í dag ekki í gegnum niðurskurð á Andalucia Costa del Sol Open de España Feminino, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna.

Um 8 högga sveiflu var að ræða hjá henni og hún spilaði mun betur í dag en í gær á 2 undir pari, 70 höggum.

Samtals lék Valdís Þóra á 4 yfir pari, 148 höggum (78 70).

Niðurskurður var miðaður við 1 yfir pari og Valdís Þóra því 3 höggum frá því að komast gegnum niðurskurð.

Sjá má stöðuna á Andalucia Costa del Sol Open de España Feminino með því að SMELLA HÉR: