Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2019 | 05:45

LET: Valdís á +3 á 2. hring í Thaílandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL dansar sem stendur á niðurskurðarlínunni á móti vikunnar á LET, Ladies European Thailand Championship.

Hún lék 2. hring mótsins á 3 yfir pari, 75 höggum og það er nákvæmlega það sem þarf, sem stendur, til þess að komast í gegnum niðurskurðinn, er T-56.

Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla, 9 pör og því miður 6 skolla.

Það hafa ekki allir lokið keppni þannig að ekki er ljóst, þegar þetta er ritað, hvort Valdís Þóra hafi náð niðurskurði.

Fylgjast má með skori á Ladies European Thailand Championship með því að SMELLA HÉR: