Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2011 | 06:00

LET: Suzhou Taihu mótið hófst í dag

Í dag, 28. október 2011, hófst Suzhou Taihu Open mótið í Suzhou í Kína.

Þetta er hlýr morgun með svolítilli golu í Suzhou Taihu International Golf Club.

Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku byrjaði vel, en hún á titil að verja og var í forystu ásamt 3 öðrum eftir 12 holur, þeim: Lisu Holm Sorensen frá Danmörku,  Jenni Kuosa frá Finnlandi og Kylie Walker, frá Skotlandi.

Nr. 1 í heiminum Yani Tseng er í holli með Pace og sigurvegaranum á Sanya Ladies Open, áströlsku stúlkunni Frances Bondad.

Tseng byrjaði vel  og var á -1 undir pari eftir fyrri 9, eftir að hafa misst af mörgum fugla- og arnarfærum og á eflaust eftir að blanda sér í toppbaráttuna. Skammt undan forystukonunum er einnig hin sænska Caroline Hedwall.

Til þess að fylgjast með  á Suzou Taihu smellið HÉR: