Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2018 | 02:00

LET: Stórglæsilegur 3. hringur hjá Ólafíu Þórunni í Bonville!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, átti glæsi- 3. hring á Ladies Classic Bonville mótinu; sem hún spilaði á 5 undir pari, 67 höggum.

Á hringnum í nótt (3. hring) fékk Ólafía Þórunn 1 glæsiörn (á par-5 7. brautinni); 5 fugla og 2 skolla.  Stórglæsilegt!!!

Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 1 yfir pari (80 70 67).

Við þetta flaug Ólafía Þórunn upp skortöfluna og er til alls líkleg á lokahringnum, sem spilaður verður seinna í dag/aðra nótt.

Til þess að sjá stöðuna á Ladies Classic Bonville mótinu SMELLIÐ HÉR: