Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2014 | 07:00

LET: Steffi Kirchmayr efst á 64 e. 1. dag Sberbank Golf Masters

Það er þýska stúlkan Steffi Kirchmayr, sem leiðir eftir 1. dag Sberbank Golf Masters sem fram fer í Golf Park Plzen Dýsina í Prag, Tékklandi.

Kirchmayr lék 1. hringinn á glæsilegum 64 höggum!  Sjá má kynningu Golf 1 á Steffi Kirchmayr með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má viðtal við Steffi Kirchmayr eftir 1. hring með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er bandaríska stúlkan Mallory Fraiche, sem leikur á Evrópumótaröð kvenna.  Sjá kynningu Golf 1 á Fraiche með því að SMELLA HÉR: 

Þriðja sætinu deila síðan 5 kylfingar sem allar léku á 66 höggum þ.e.: Julie Greciet, Nikki Garrett, Pamela Prestwell, Amy Boulden og  sænska frænka okkar Ursula Wikström.

Til þess að sjá stöðuna á Sberbank Golf Masters SMELLIÐ HÉR: