Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2011 | 17:30

LET: Stefanie Michl leiðir á Lacoste Open

Það er Stefanie Michl frá Austurríki sem leiðir þegar Lacoste Open er hálfnað í París.  Stefaníe spilaði á 67 höggum í gær og var á 68 höggum í dag þannig að samtals hefir hún spilað á 135 höggum eða -5 undir pari.   Stefanie er að vonast eftir 1. sigri sínum á LET.

Stefanie spilaði fyrri 9 í dag á 32, dró fram úr erminni 5 fugla og 1 skolla en síðan gekk ekki eins vel á seinni 9, þar sem hún fékk hún aftur skolla og 2 fugla. Michl sagðist stöðugt vera að vinna í sveiflu sinni og eftir daginn í dag sagði hún: „Ég er ánægð með hvernig ég spilaði; ég setti niður nokkur falleg pútt og gaf sjálfri mér færi þannig að ég er ánægð.”

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Michl er hin finnska Ursula Wikstrom á 66 höggum og 3. sætinu deila löndur hennar W-7 módelið Minea Blomqvist og Kaisa Ruuttila ásamt heimakonunni frá Montelimar, Virginie Lagoutte-Clement og hinni ítölsku Díönu Luna, 2 höggum á eftir Michl.

Það er því allt í stáli og stefnir á spennuþrungna helgi í kvennagolfinu!

Til þess að sjá stöðuna þegar Lacoste Open er hálfnað smellið HÉR: