Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2015 | 04:00

LET: So Yeon Ryu sigraði á World Ladies Championship

Það var So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á World Ladies Championship á Mission Hills golfstaðnum í Hainan, Kína.

Ryu lék á samtals 13 undir pari, 279 höggum (72 73 65 69) og átti 1 högg á þá sem búin var að leiða allt mótið, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park, sem lék á 12 undir pari, 280 höggum (69 69 71 71).

Í 3. sæti urðu norska frænka okkar Suzann Pettersen og heimakonan Xiyu Lin á samtals 10 undir pari, hvor.

Í 5. sæti varð fremur óþekktur finnskur kylfingur, Ursula Wikstrom á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á World Ladies Championship SMELLIÐ HÉR: