Shanshan Feng sigurvegari á World Ladies Championship í Kína. Mynd: LET
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2012 | 11:20

LET: Shanshan Feng sigraði á World Ladies Championship í Kína

Kínverska stúlkan Shanshan Feng sigraði á World Ladies Championship í morgun. Shanshan spilaði hringina 3 á samtals -10 undir pari, samtals 206 höggum (66 69 71).

Sú sem varð í 2. sæti aðeins 2 höggi á eftir var thaílenska stúlkan Pornanong Phattlum á -9 undir pari, 207 höggum (68 69 70).

Í 3. sæti varð fyrrum skólafélagi Eyglóar Myrru Óskarsdóttur, GO, sænska stúlkan Pernilla Lindberg á -8 undir pari, 208 höggum (69 70 69).

Fjórða sætinu deildu Diana Luna frá Ítalíu og Li Ying Ye frá Kína á -7 undir pari, samtals 209 höggum hvor.

Áhugamaðurinn ungi frá Nýja-Sjálandi, Lydia Ko deildi 27. sætinu með tveimur Rebeccum Flood (Ástralíu) og Codd (Írlandi) og Amy Hung frá Taíwan en allar spiluðu þær á +2 yfir pari.

Í liðakeppni þjóða vann Kína (en lið þeirra skipuðu Shanshan Feng og Li Ying Ye) í 2. sæti varð lið Thaílands (Pornanong Phattlum og Nontaya Srisawang) og í 3. sæti varð lið Svíþjóðar (Pernilla Lindberg og Linda Wessberg).

Til þess að sjá úrslitin í einstaklingskeppni World Ladies Championship smellið HÉR: 

Til þess að sjá úrslitin í liðakeppni World Ladies Championship smellið HÉR: