Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 20:15

LET: Sei Young Kim og IK Kim efstar og jafnar í hálfleik LOTTE Championship

Það eru tvær stúlkur frá S-Kóreu, Sei Young Kim og IK Kim sem eru efstar og jafnar í hálfleik á LOTTE Championship.

Mótið fer fram í Ko Olina, á Oahu eyju á Hawaii og er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni.

Þær Sei Young og IK eru báðar búnar að spila á samtals 10 undir pari, hvor; Sei Young (67 67) og IK (65 69).

Ein í 3. sæti er fyrrum nr. 1 á heimslistanum Inbee Park á samtals 7 undir pari, 3 höggum á eftir forystukonunum.

Það er Michelle Wie, sem á titil að verja.

Til þess að sjá stöðuna á LOTTE Championship SMELLIÐ HÉR: