Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 00:05

LET: Schreefel ein efst e. 2. dag í Svíþjóð

Hollenska stúlkan Dewi Claire Schreefel, sem leiddi eftir 1. dag Helsingborg Open í Svíþjóð heldur enn forystu sinni.

Eftir 2. keppnisdaga er hún búin að spila á 7 undir pari, 137 höggum (67 70).

Í 2. sæti eru skoska stúlkan Kylie Walker og áströlsku stúlkurnar Rebecca Artis og Whitney Hillier; allar búnar að spila á 5 undir pari, 139 höggum.

Hópur 8 kylfinga, sem allar eru búnar að spila á 4 undir pari, deila síðan 5, sætinu en þ.á.m. er m.a. Solheim Cup stjarnan og Íslandsvinurinn Caroline Hedwall.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Helsingborg Open SMELLIÐ HÉR: