
LET: Pornanong Phatlum og Bree Arthur leiða eftir 2. hring Hero Women´s Indian Open
Það eru Pornanong Phatlum frá Thaílandi og Bree Arthur frá Ástralíu, sem leiða eftir 2. hring Hero Women´s Indian Open.
Phatlum og Arthur eru búnar að spila á samtals 7 undir pari, 137 höggum; Phatlum (72 65) og Arthur (70 67). Phatlum átti frábæran hring í dag, lék á 7 undir pari, fékk 8 fugla, 9 pör og 1 skolla. Eins vakti hún nokkra athygli fyrir golfklæðnað sinn, en hún og kylfusveinn hennar voru í „Daly-stíl,“ þ.e. klæddu sig í pils og stuttbuxur s.s. bandaríski kylfingurinn John Daly er gjarnan í.
Er Brianne Arthur, sem alltaf er kölluð Bree, sigrar verður það fyrsti sigur hennar á LET.
Besta hringinn í dag átti sú sem á titil að verja, sænski kylfingurinn Caroline Hedwall, sem jafnaði vallarmet karla á DLF Golf & Country Club í Nýju Delhi í dag. Caroline er í 3. sæti, aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum þ.e á samtals 6 undir pari, 138 höggum (76 62).
Í 4. sæti er síðan golfdrottningin Laura Davies á 4 undir pari, 140 höggum (71 69).
Skorið var niður í dag og miðaðist niðurskurður við samtals 8 yfir pari. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð var þýski kylfingurinn Steffi Kirchmayr.
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Hero Women´s Indian Open á Indlandi SMELLIÐ HÉR:
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore