LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
Það var hin franska Pauline Roussin-Bouchard, sem sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore.
Mótið, sem er hluti af LET, fór fram á Laguna National í Singapore, dagana 16.-18. mars 2023.
Roussin lék á samtals 15 undir pari, 201 höggi (68 69 64).
Þetta er 2. sigur Roussin á LET, en fyrri sigur hennar kom skömmu eftir að hún gerðist atvinnumaður í golfi, á Skaftö Open, 29. ágúst 2021. Pauline Roussin-Bourchard er fædd 5. júlí 2000 og því 22 ára. Roussin var í bandaríska háskólagolfinu og lék með liði University of South Carolina. Eftir útskrift árið 2021 gerðist hún eins og segir atvinnumaður í golfi. Roussin-Bouchard hefir einnig spilarétt á LPGA. Roussin-Bouchard var mjög sigursæll áhugamaður í golfi og sigraði m.a. í:
- 2015 Grand Prix de Valcros, European Young Masters (einstaklingskeppni)
- 2016 Spanish International Stroke Play, St Rule Trophy
- 2017 Grand Prix de Valcros
- 2018 Grand Prix de Valgarde
- 2019 Windy City Collegiate Championship, Portuguese International Ladies Amateur Championship, Grand Prix de ligue PACA Dames, Italian International Ladies Amateur Championship
- 2020 The Ally
- 2021 Moon Golf Invitational, Valspar Augusta Invitational, SEC Women’s Golf Championship
Í 2. sæti í Aramco Team Series – Singapore varð Danielle Kang frá Bandaríkjunum heilum 4 höggum á eftir og í 3. sæti varð Lydia Ko á samtals 10 undir pari.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var ekki meðal keppenda.
Sjá má lokastöðuna frá einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore með því að SMELLA HÉR:
Eins og nafnð bendir til er mótið aðallega liðakeppni og í henni, sem fór fram samhliða dagana 16.-17. mars 2023 sigraði lið Christine Wolf frá Austurríki. Með henni í liði voru áhugakylfingurinn Katsuko Blalock, Eleanor Givens frá Englandi og Casandra Alexander frá S-Afríku.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
