Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2015 | 12:00

LET: Park enn í forystu í hálfleik á Mission Hills – Clyburn og Lin aðeins höggi á eftir

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Inbee Park heldur forystu sinni eftir 2. dag á World Ladies Championship sem fram fer á Mission Hills golfstaðnum í Hainan í Kína.

Park hefir spilað jafnt og flott golf er á samtals 138 höggum (69 69).

Í 2. sæti og nú aðeins 1 höggi á eftir, þe. á samtals 139 höggum eru enski kylfingurinn Holly Clyburn og heimakonan kínverska Xiyu Lin

Becky Morgan frá Wales, Alexandra Villate frá Frakklandi og enn önnur heimakona Jienalin Zhang deila síðan 4. sætinu töluvert á efir, á samtals 143 höggum hver.

Sjá má stöðuna efti 2. dag World Ladies Championship með því að SMELLA HÉR: