Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2011 | 21:21

LET: Opna sikileyska hefst á morgun

Giulia Sergas frá Norður-Ítalíu vonast til að standa sig vel heima fyrir þegar Opna sikileyska (ens.: Sicilian Ladies Italian Open) hefst á morgun, föstudag 7. október á Evrópumótaröð kvenna.

Giulia er hæst rankaði ítalski kylfingurinn af þeim 108, sem taka þátt í Il Picciolo Golf Club í  Castiglione di Sicilia eftir að nr. 4 í Evrópu, Díana Luna dró sig úr keppni af persónlegum ástæðum.

Giulia Sergas, 31 ára, frá Trieste,  er sem stendur nr. 29 á Henderson peningalistanum, eftir að hafa keppt 8 sinnum á LET 2011. Hún varð m.a. í 11. sæti á Navistar LPGA Classic í Bandaríkjunum um daginn, þar sem Alexis Thompson vann svo eftirminnilega.

Eftir að hafa spilað í 7 ár á LPGA snýr hún nú aftur á LET til þess að styrkja mótið, sem er það síðasta árið 2011 á LET, sem spilað er í Evrópu.

Sergas freistar þess að sigra 1. mót sitt í 9 ár á LET eftir að hafa orðið í 2. sæti á Pegasus New Zealand Women’s Open í febrúar s.l.

„Mér líður vel. Það er orðið langt síðan að ég hef spilað á Ítalíu, þar hef ég ekki spilað síðan 2009 og ég er aftur komin til Evrópu, þannig að fyrir mér er þetta meira en að spila á Opna ítalska,” sagði Sergas, sem býr í Palm Springs í Kaliforníu.

„Þetta ár hefir alveg örugglega verið öðruvísi fyrir mig. Ég varði miklum tíma í Bandaríkjunum, þannig að það er reglulega gott að vera hér loksins aftur á Ítalíu. Ég er spennt vegna þess að ég er að sjá mikið af nýjum andlitum og það er gott að borða virkilega góðan mat. Ég spila ekkert öðruvísi, virkilega ég geri það ekki vegna þess ég ætti ekki að gera það og vegna þess að ég elska að spila í hvert sinn sem ég spila.”

Sergas deildi 20. sætinu á Italian Open di Sicilia árið 1996 sem áhugamaður og nýtur tímans á eyjunni (Sikiley): „Þetta er frábært hérað með mikla sögu. Fyrir mér, er það vera á Sikiley og spila á Opna ítalska meira, það er að vera hér á Sikiley og njóta annarrar menningar. Þetta er ólíkt heimahéraðinu mínu á Ítalíu þannig að ég er ánægð.”

Il Picciolo Golf Club er frægur fyrir sérlega þröngar brautir sínar sem eru umluktar trjám í hæðóttu landslagi næst eldfjallinu fræga Etnu. Giuliu Sergas finnst að nákvæmnin af teig og það að vera þolinmóður muni reynast best í mótinu og vera mikilvægt.

Il Picolo Golf Club er rétt hjá eldfjallinu Etnu, sem hér sést

„Það er virkilega hægt að vera með hátt skor hér og það er hægt að vera með lágt skor.  Maður veit ekkert þegar maður byrjar. Þetta er lítill völlur, svo lítill að maður veit ekkert hvað kemur til með að gerast. Ég spila vel og pútta virkilega vel og á velli sem er af venjulegri lengd væri ég til í slaginn en hér þarf maður að hugsa um hvert högg.”

„Eins og við vitum spila tilfinningar stórt hlutverk í öllum golfleik og það er erfitt. Það er virkilega,virkilega erfitt, þannig að ég hugsa ekki um að sigra og ég er ekki að hugsa um að spila undir pari. Ég hugsa bara um að verða ekki vitlaus á þessum velli, því hann getur gert mann alveg snælduvitlausa.”

Það eru 14 kylfingar frá Ítalíu sem taka þátt þ.á.m. 5 áhugamenn. Stefania Croce, Sophie Sandolo og Veronica Zorzi vonast allar til að hreppa verðlaunabikarinn úr höndum hinnar norsku Marianne Skarpnord, sem vann mótið árið 2009 í Milanó og á titil að verja.

Heimild: LET