Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2020 | 20:00

LET: Ólafía Þórunn T-20 og Guðrún Brá T-57 í Tékklandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR tóku þátt í Tipsport Czech Open, dagana 28.-30. ágúst 2020.

Spilað var í Golf Club Beroun, í Tékklandi.

Þátttakendur voru 132.

Ólafía Þórunn varð í 20. sæti; lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (67 74 70) og varð T-20.

Guðrún Brá lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (72 74 73) og varð T-57.

Danska stúlkan Emily Kristine Pedersen sigraði – lék á samtals 17 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Tipsport Czech Open með því að SMELLA HÉR: