LET: Ólafía Þórunn og Valdís Þóra komust ekki gegnum fyrri niðurskurð lokaúrtökumótsins
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL komust ekki í gegnum fyrri niðurskurð lokaúrtökumótsins Lalla Aicha Tour School í Marokkó.
Þátttakendur voru 133 og komust 60 efstu í gegnum fyrri niðurskurð eftir 4 leikna hringi og fá að spila lokahringinn þ.e. 5. hringinn, sem fram fer í dag, en það er í rauninni úrslitin um hvaða 30 fá kortin sín á Evrópumótaröð kvenna.
Ólafía Þórunn lék á samtals 11 yfir pari, 299 höggum (73 74 77 75) og lauk keppni í 89. sæti.
Valdís Þóra lék á samtals 12 yfir pari, 300 höggum (76 76 76 72) og átti besta hring sinn á 4. degi í mótinu; lék á sléttu pari. Valdís Þóra varð í 95. sætinu.
Til þess að vera meðal 60 efstu hefðu þær Ólafía Þórunn og Valdís Þóra þurft að vera á 6 yfir pari eða spila 6-7 höggum betur en þær gerðu.
Fyrir að komast inn á lokaúrtökumótið hljóta þær þó báðar spilarétt á LET Access mótaröðinni
Efst í mótinu er enski bílprófslausi, Benz eigandinn, 18 ára, Georgia Hall á samtals 14 undir pari (67 68 69 70).
Sjá má úrslitin eftir fyrri niðurskurð lokaúrtökumóts LET með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
