Valdís og Ólafía. Mynd: GSÍ LET: Ólafía Þórunn og Valdís Þóra keppa á lokaúrtökumótinu
Keppnisréttur á LET Evrópumótaröðinni í Marokkó í boði fyrir 30 efstu kylfingana á lokaúrtökumóti sem þar fer fram –
Ísland er með tvo glæsilega fulltrúa; þá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR og Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL.
Þær eru á meðal keppenda á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi.
Keppnin hefst eftir 2 daga, föstudaginn 18. desember og úrslitin ráðast þegar lokahringurinn fer fram þann 22. desember.
Mótaröðin er sú næst sterkasta í heimi á eftir LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Þetta er í þriðja sinn sem Valdís Þóra fer í gegnum úrtökumótið sem atvinnukylfingur en Ólafía er að reyna í annað sinn á ferlinum.
Íslensku kylfingarnir léku báðar á LETAS atvinnumótaröðinni á síðasta keppnistímabili og náðu þær báðar að enda í hópi 24 efstu á stigalistanum – sem tryggði þeim keppnisrétt á lokaúrtökumótinu
Á lokaúrtökumótinu er keppt um 30 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á sjálfri LET Evrópumótaröðinni. Í fyrra endaði Ólafía í 89. sæti á lokaúrtökumótinu (73-74-77-75) en Valdís endaði í 94. sæti (76-76-76-72).
Leikið er á tveimur keppnisvöllum í Marokkó á lokaúrtökumótinu, Amelkis vellinum og Samanah vellinum. Alls eru leiknir fimm 18 holu hringir en aðeins 60 efstu af alls um 120 keppendum á lokaúrtökumótinu leika fimmta hringinn sem jafnframt er lokahringur keppninnar.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
