Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2014 | 08:00

LET: Ólafía Þórunn og Valdís Þóra hefja leik á lokaúrtökumótinu í dag – Fylgist með á skortöflu hér

Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL eru meðal 133 keppenda í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó í dag, sem keppa um sæti á Evrópumótaröð kvenna.

Mótið stendur dagana 17.-21. desember 2014.

Keppendur eru margir hverjir miklir reynsluboltar og meirihlutinn hefir spilað á Evrópumótaröðinni áður.

Á lokaúrtökumótinu eru spilaðar 90 holur á bæði Al Maaden og Amelkis golfvöllunum og lokahringurinn verður spilaður á Al Maaden vellinum.

Eftir 72 holur er skorið niður og efstu 60 fá að spila um 30 laus sæti á Evrópumótaröð kvenna (í flokk 8a), hinar sem verða í sætum 31-60 fá takmarkaðan spilarétt á LET (flokkur 9b).

Aðrir sem þátt taka fá status 12a, sem þýðir enn takmarkaðri spilarétt.

Fylgjast má með gengi þeirra Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru með því að SMELLA HÉR: