Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2016 | 17:00

LET: Ólafía Þórunn og Laura Davies náðu m.a. ekki niðurskurði á Lalla Meryem

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í GR, spilaði í sínu fyrsta LET móti á þessu keppnistímabili, Lalla Meryem í Marokkó, móti öllum sterkustu kvenkylfingum Evrópu.

Hún komst ekki í gegnum niðurskurð; lék á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (80 76).

Niðurskurðarlínan var miðuð við 6 yfir pari.

Enska golfdrottningin Laura Davies, sem einnig tók þátt í mótinu, komst heldur ekki í gegnum niðurskurð.

Efst eftir 2 hringi er enski snillingurinn Florentyna Parker í efsta sæti, en hún hefir spilað á 6 undir pari, 138 höggum. (67 71).

Til þess að sjá stöðuna a Lalla Meryem SMELLIÐ HÉR: