LET: Ólafía Þórunn hefur keppnistímabilið í Frakklandi
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur leik á morgun á sínu fyrsta móti á keppnistímabilinu. Ólafía mun leika á Terre Blanche mótinu sem fram fer í Frakklandi og er mótið hluti af næst sterkustu mótaröð Evrópu, LET Access mótaröðinni. Ólafía er með keppnisrétt á LET European mótaröðinni sem er sú sterkasta í Evrópu en hún mun leika á sínu fyrsta móti á þeirri mótaröð í Marokkó í byrjun maí.
Ólafía lék á 15 mótum á LET Access mótaröðinni í fyrra á sínu fyrsta tímabili sem atvinnukylfingur. Hún endaði í 14. sæti á stigalistanum og náði góðum árangri á mörgum mótum.
Ólafía tryggði sér keppnisrétt á LET European mótaröðinni á úrtökumótinu sem fram fór í Marokkó í desember s.l. Hún er þriðji íslenski kylfingurinn sem nær inn á sterkustu mótaröð Evrópu.
Ólöf María Jónsdóttir var sú fyrsta og Birgir Leifur Hafþórsson er eini karlkylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á meðal þeirra bestu í Evrópu.
Valdís Þóra Jónsdóttir, úr Leyni á Akranesi, er ekki á meðal keppenda á þessu móti en hún er með keppnisrétt á LET Access mótaröðinni. Valdís fór í aðgerð á þumalfingri í vetur og er hún enn að jafna sig eftir þá aðgerð.
Ólafía skrifar eftirfarandi á fésbókarsíðu sína:
„Mætt til Nice, Frakklands! “Magnifique” Fyrsta LETAS mótið á árinu byrjar hér 31.mars. Æfði vel í dag og svo tveir æfingahringir næstu daga. Er að koma líkamanum í lag eftir heljarinnar ferðalag frá USA og tímamun. Terre Blanche er örugglega einn flottasti golfvöllur sem ég hef komið á, það verður gaman að fá að spila hérna.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
