Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2016 | 05:30

LET: Ólafía Þórunn á 75 e. 1. dag í Kína

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR hóf nú í nótt leik á Sanya Ladies Open, móti á Evrópumótaröð kvenna, sem fram fer á Yalong Bay í Kína.

Þegar þetta er ritað eiga margar eftir að ljúka leik þannig að endanleg staða eftir 1. dag liggur ekki fyrir.

Ólafía Þórunn hefir hins vegar lokið sínum leik, en hún var á 3 yfir pari, 75 höggum; fékk 1 fugl, 13 pör og 4 skolla og er sem stendur í 86. sæti

Eins og staðan er nú leiðir hin ástralska Stacy Keating, en hún lék á 3 undir pari, 69 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Sanya Ladies Open SMELLIÐ HÉR: