Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2014 | 07:30

LET: Ólafía Þórunn á 3 yfir pari Valdís Þóra á 8 yfir pari e. 2. dag lokaúrtökumótsins í Marokkó

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þátt í lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna (ens. LET = Ladies European Tour).  Mótið stendur dagana 17.-21. desember 2014.

Mótið nefnist 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifier og fer fram í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.

Eftir 2 keppnisdaga er Ólafía Þórunn búin að spila á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) og er í 46. sæti í mótinu

Valdís Þóra er búin að leika á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (76 76) og er í 91. sæti í mótinu af 133 þátttakendum.

Sem stendur er Ólafía Þórunn meðal þeirra efstu 60 sem talið er að ná munu niðurskurði eftir 72 holur en niðurskurður er sem stendur miðaður við 4 yfir pari.

Á lokaúrtökumótinu eru spilaðar 90 holur á bæði Al Maaden og Amelkis golfvöllunum og lokahringurinn verður spilaður á Al Maaden vellinum.

Eftir 72 holur er skorið niður og efstu 60 fá að spila um 30 laus sæti á Evrópumótaröð kvenna (í flokk 8a), hinar sem verða í sætum 31-60 fá takmarkaðan spilarétt á LET (flokkur 9b).

Aðrir sem þátt taka fá status 12a, sem þýðir enn takmarkaðri spilarétt.

Fylgjast má með gengi þeirra Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru með því að SMELLA HÉR: