Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2016 | 07:30

LET: Ólafía T-40 e. 2. dag á Open de España Femenino

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR tekur þátt í LET-móti vikunnar Open de España Femenino.

Spilað er á keppnisvelli Aloha golfklúbbsins, sem margir íslenskir kylfingar kannast við.

Ólafía flaug í gegnum niðurskurð er T-40 eftir 2. dag og er búin að spila á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (74 73).

Spænska golfdrottningin Azahara Muñoz er í efsta sæti eftir 2. keppnisdag á samtals 6 undir pari (72 66).

Til þess að sjá stöðuna á Open de España Femenino, en 3. hringur er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR: