Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2018 | 07:00

LET: Ólafía lauk keppni T-14 í Bonville!!!

Enn einn glæsilegi árangurinn hjá Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur, atvinnukylfingi úr GR.

Hún lauk keppni á Ladies Classic Bonville mótinu, í Ástralíu nú snemma í morgun, eftir að leik hafði verið frest um kl. 4 í nótt vegna eldinga á vellinum.

Ólafía Þórunn lék lokahringinn á 1 undir pari, 71 höggi – Á hringnum fékk hún 3 fugla og 2 skolla.

Samtals lék Ólafía Þórunn á sléttu pari, 288 höggum (80 70 67 71).

Hún varð T-14 í mótinu þ.e. í 14.-15. sæti en hún deildi 14. sætinu með hinni ensku Florentynu Parker.

Sjá má lokastöðuna á Ladies Classic Bonville mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalfréttaglugga: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd: GSÍ