Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2018 | 18:00

LET: Ólafía komst g. niðurskurð á Estrella Damm

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR komst í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET), þ.e. Estrella Damm mótinu.

Samtals lék Ólafía Þórunn  á 1 undir pari (72 69) og rétt slapp gegnum niðurskurð þ.e. gerði það sem gera þurfti að spila á 1 undir pari samtals.

Í efsta sæti er hollenska stúlkan Anne Van Dam á samtals 14 undir pari (64 64).

Í 2. sæti er síðan heimakonan Carmen Alonso á 10 undir pari (67 65).

Sjá má stöðuna á Estrella Damm með því að SMELLA HÉR: