03/11/2016 Ladies European Tour 2016:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2016 | 18:00

LET: Ólafía enn efst í Abu Dhabi – Á stórglæsilegum 66 höggum 2. hringinn!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék 2. hringinn í dag á  Fatima Bint Mubarak Ladies Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET = Ladies European Tour).

Spilað er í Saadiyat Beach Golf Club, í Abu Dhabi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og stendur mótið dagana 2.-5. nóvember 2016.

Ólafía Þórunn er samtals búin að spila á 13 undir pari 131 höggi (65 66).

Í dag lék hún á 6 undir pari, 66 höggum; fékk 7 fugla og 1 skolla og er enn í 1. sæti.

Hún á 3 högg á ekki minni kylfinga en Georgiu Hall og frönsku golfdrottninguna Gwladys Nocera, sem báðar hafa spilað á samtals 10 undir pari, hvor.

Sjá má kynningu Golf 1 á Hall með því að SMELLA HÉR: og kynningu Golf 1 á Nocera með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Fatima Bint Mubarak Ladies Open SMELLIÐ HÉR: