Valdís Þóra í fremri röð 2. frá vinstri meðal nýliða LET í Dénia
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2017 | 08:15

LET: Nýliðarnir hita upp

Nýliðarnir á LET áttu skemmtilegan dag saman á Dénia La Sella Golf Resort á Spáni s.l. miðvikudag.

Þ.á.m. var Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, sem varð í 2. sæti á lokaúrtökumótinu, s.s. öllum er í fersku minni.

Aðildar- og þróunarstjóri LET, Mike Round bauð alla nýliðana velkomna.

Síðan var fundarhald m.a. um strúktúr, sýn og strategíu LET.

Inn á milli var síðan slappað af og m.a. farið í borðtennis, sem virðist vera uppáhaldsiðja kylfinga þegar slappa á af.

Nýliðar LET 2017 í borðtennis

Nýliðar LET 2017 í borðtennis