Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2015 | 14:15

LET: Nocera efst snemma 1. dags á Lacoste Open de France

Það er franski kylfingurinn Gwladys Nocera, sem er efst snemma 1. dags á Lacoste Open de France mótinu.

Mótið fer fram á Golf de Chataco vellinum í Suður-Frakklandi.

Nocera er búin að spila á 5 undir pari, 65 höggum.

Margar eiga eftir að ljúka leik þannig að staðan gæti enn breyst eftir því sem líður á daginn.

Til þess að fylgjast með stöðunni SMELLIÐ HÉR: