Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2014 | 10:45

LET: Nocera efst e. 1. dag Hero Women´s Indian Open

Það er franski kylfingurinn Gwladys Nocera sem er efst eftir 1. dag Hero Women´s Indian Open, sem fram fer í höfuðborg Indlands, Nýju-Delhi á Páfuglavellinum yndislega.

Nocera lék 1. hring á 9 undir pari, 64 glæsihöggum!!!

Öðru sætinu deila indversk stúlka Vaishavi Sinha og enski kylfingurinn Holly Clyburn, 3 höggum á eftir Nocera þ.e. á 6 undir pari, 67 höggum, hvor.

Það er Hero fyrirtækið, sem nýlega skrifaði undir stóran styrktarsamning við Tiger Woods sem styrkir þetta mót Evrópumótaraðar kvenna, en Hero er einn stærsti framleiðandi mótorhjóla og skellinaðra í heiminum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Hero Women´s Indian Open SMELLIÐ HÉR: