Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2014 | 09:00

LET: Nanna Madsen frá Danmörku sigraði á lokaúrtökumótinu í Marokkó

Það var danska stúlkan Nanna Madsen, 20 ára, frá Kaupmannahöfn, sem stóð uppi sem sigurvegari í Lalla Aicha Tour School sem fram fór í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.

Madsen lék á samtals 17 undir pari, 343 höggum (69 70 71 70 63) og það var einkum glæsilokahringur hennar upp á 63 högg sem fleytti henni í efsta sætið.

Tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir tóku þátt í mótinu en náðu ekki niðurskurði eftir 4 hringja leik að þessu sinni.

Það voru alls 34 stúlkur frá 17 þjóðlöndum sem hlutu kortið eftirsótta og þar með keppnisrétt á LET 2014-2015.

Golf 1 mun svo sem undanfarin ár kynna stúlkurnar 30 sem náðu sér í kortið sitt á LET gegnum lokaúrtökumótið og hefst kynningin í kvöld á Lauru Murray þeirri sem var í 34. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna í Lalla Aicha Tour School SMELLIÐ HÉR: