Ólafía Þórunn á 13. holu ANA Inspiration risamótsins 2018. Mynd: Mbl.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2022 | 16:15

LET: Ólafía náði ekki niðurskurði á Mithra Belgian Ladies Open

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hefir nú nýlokið keppni á Mithra Ladies Open, í Belgíu.

Mótið fer fram í Naxhelet golfklúbbnum, í Wanzen, dagana 27.-29. maí 2022.

Ólafía átti afleita byrjun á 2. hringnum í dag; fékk skolla þegar á 1. holu sína í dag (10. holu vallarins) og síðan þrefaldan skolla á 2. holuna (11. holu vallarins) og var þá þegar komin í +4. Henni tókst að taka þetta aðeins aftur á 5. og 7. holu (14. og 16. holur vallarins, en lauk sínum á fyrri 9 í dag með skolla á 9. holu sína (18. holu vallarins). Þá var hún komin í +3 og niðurskurður hefir í dag miðast við samtals +2 eða betur.

Ljóst var því að hún yrði að standa sig betur á seinni 9, en það gekk því miður ekki eftir, heldur bætti hún við sig 3 skollum (á 2., 5. og 6. holu vallarins (sem voru 11., 14. og 15. hola Ólafíu í dag).)

Ólafía lauk keppni á 6 yfir pari, 150 höggum  (72 78) og komst ekki gegnum niðurskurð, að þessu sinni.

Sjá má stöðuna á Mithra Ladies Open með því að SMELLA HÉR: