Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2017 | 06:40

LET: Myndbandskynning á Valdísi Þóru

Á vefsíðu LET er kynning á nýliðum mótaraðarinnar.

Kynningin er þannig að nýliðarnir eru spurðir ýmissa spurninga og allt tekið á myndband.

Þessi myndbandskynning fellur undir flokkinn „Meet the Rookie“ eða í lauslegri þýðingu „kynnist nýliðanum.“

Valdís er m.a. spurð að því hvert helsta afrek hennar til dagsins í dag sé og svarið hennar var tvíþætt: sem áhugamaður, góð frammistaða í Faldo Series í Brasilíu og sem atvinnumaður: 2. sætið í Lalla Aicha Tour School.

Sjá má kynningarmyndband LET með Valdísi Þóru með því að SMELLA HÉR: