Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2014 | 17:30

LET: Munaði einu höggi hjá Ólafíu Þórunni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er úr leik á Lalla Aicha Tour School, en aðeins munaði 1 höggi að hún kæmist í gegnum niðurskurð.

Aðeins 29 stúlkur af 51 komust áfram og deildi Ólafía Þórunn 30. sætinu  ásamt hinni sænsku Terese Nerpin.

Ólafía lék á samtals 16 yfir pari, 232 höggum (74 78 80).

Nær er ekki hægt að vera því að komast áfram og hlýtur niðurstaðan að vera sár vonbrigði.

Hægt er að sjá lokastöðuna á 2015 Lalla Aicha Tour School Pre-Qualifying A með því að SMELLA HÉR: