Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 18:00

LET: Munaði 1 höggi að Ólafía Þórunn kæmist g. niðurskurð á Ladies European Masters!

Minnstu munaði að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR kæmist gegnum niðurskurð á Ladies European Masters, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Það fer fram í Golf Club Hubbelrath nálægt Düsseldorf í Þýskalandi.

Ólafía lék á samtals 5 yfir pari (75 74) – bætti sig um 1 högg í dag en það munaði einmitt 1 höggi að hún kæmist gegnum niðurskurð.

Niðurskurður var miðaður við 4 yfir pari.

Í efsta sæti í mótinu er Katie Burnett frá Bandaríkjunum , sem leikið hefir á samtals á 8 undir pari. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Burnett með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á European Ladies Masters eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: