Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2014 | 13:30

LET: Milljónaholan í Nýja-Sjálandi

ISPS Handa New Zealand Women´s Open fer fram í Christchurch 31. janúar-2. febrúar n.k.

Sú sem á titil að verja er Lydia Ko, sem var áhugamaður þegar hún vann mótið.

Auglýst hefir verið nýjung á mótinu, sem er hin svokallaða Milljónahola.  Þar fá 4 af 5 síðustu sigurvegurum mótsins, allar að Ko undanskilinni að keppa í sérstakri Ása-keppni, þar sem þær munu reyna með sér í  að fara holu í höggi á 18. brautinni í Christchurch. Takist einhverjum keppandanum að slá draumahöggið fær sá hinn sami $ 1 milljón (sem greiðist á 20 árum).

Fyrrum 4 sigurvegarar mótsins á undan Ko eru: Lindsey Wright (Ástralia), Kristie Smith (Ástralia), Laura Davies (England) og  Gwladys Nocera (Frakkland).

Þar að auki fær ný-sjálenski meistarinn og sú sem leiðir eftir 36 holur að taka þátt.