Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2011 | 18:30

LET: Michl og Luna leiða fyrir lokahring Lacoste Open

Það eru Stefanie Michl frá Austurríki og Diana Luna frá Ítalíu sem leiða fyrir lokadag Lacoste Open í París.  Báðar eru samtals -12 undir pari, eða samtals á 204 höggum; Michl á (68 67 69) og Luna á (69 68 67). Þess mætti geta að Diana er nýsnúin aftur til keppni eftir að hafa tekið sér árs frí 2010, frá keppnisgolfi, vegna barnseigna.

Stefanie Michl á 1. teig í dag

Í 3. sæti er Kaisa Ruuttila frá Finnlandi höggi á eftir forystunni og í 4. sæti er sú sem leiddi eftir 1. daginn,  franska stúlkan Cassandra Kirkland, 2 höggum á eftir Luna og Michl.

Munur milli efstu stúlkna er mjór og spennandi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari á morgun!

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokadag Lacoste Open smellið HÉR: