Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2023 | 08:00

LET: Maja Stark sigraði á Lalla Meryem Cup

Það var hin sænska Maja Stark, sem sigraði á móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna, Lalla Meryem Cup.

Mótið fór fram á bláa velli Dar Es Salam golfklúbbsins í Marokkó, dagana 9.-11. febrúar 2023.

Sigurskor Stark var 12 undir pari, 207 högg (71 67 69).

Í 2. sæti varð landa Stark, Linn Grant heilum 4 höggum á eftir.

Í 3. sæti varð síðan Aditi Ashok frá Indlandi, á samtals 7 undir pari, 212 höggum.

Sjá má lokastöððuna í Lalla Meryem Cup með því að SMELLA HÉR: