Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2018 | 07:00

LET: MacLaren efst e. 3. dag á NSW Open

Það er enski kylfingurinn Meghan MacLaren sem er efst fyrir lokahringinn á NSW Open, sem er samvinnuverkefni Evrópumótaraðar kvenna (LET) og ástralska LPGA, þ.e. ALPGA.  Sjá má kynningu Golf 1 á MacLaren með því að SMELLA HÉR: 

MacLaren er búin að spila samtals á 10 undir pari, 203 höggum (71 67 65).

Hún á 2 högg á „norsku frænku okkar“ Maritu Engzelius, sem er í 2. sæti á samtals 8 undir pari, 205 höggum (71 66 68).  Sjá má kynningu Golf 1 Engzelius með því að SMELLA HÉR: 

Aðeins 1 höggi munaði að Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, sem spilaði fyrstu 2 hringina kæmist í gegnum niðurskurð sem var miðaður við 3 yfir pari eða betra.

Til þess að sjá stöðuna á NSW Open SMELLIÐ HÉR: