Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2016 | 16:30

LET: Lydia Ko sigraði í 3. sinn á ISPS Hands NZ Women´s Open!

Lydia Ko sigraði í 3. sinn á ISPS Handa New Zealand Women´s Open, mótinu sem Ólafía Þórunn og fleiri nýliðar á LET komust ekki inn á að þessu sinni.

Mótið fór fram dagana 12.-14. febrúar 2016 og lauk því í dag.

Ko lék á samtals 10 undir pari, 206 höggum (69 67 70).

Í 2. sæti varð enski kylfingurinn Felicity Johnson 2 höggum á eftir Ko. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Johnson með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á  ISPS Handa New Zealand Women´s Open SMELLIÐ HÉR: