Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2012 | 16:30

LET: Lydía Hall sigraði á ISPS Handa British Masters

Það var Lydía Hall frá Wales sem vann fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour) í dag þegar hún sigraði á ISPS Handa British Masters. Lydía lék á samtals 7 undir pari, 209 höggum (66 71 72), sem var sigurskorið.

„Ég er augljóslega enn á tunglinu (ekki komin niður),“ sagði sigurvegarinn, hin 24 ára Lydía Hall, frá Wales. „Ég hef beðið eftir því að sigra á móti (á evrópska túrnum) síðastliðin 5 ár alveg síðan ég kom á túrinn. Ég komst nálægt því í Q-school og það er svolítið síðan. Mér hefir gengið vel í Dubai s.l. nokkur ár, en augljóslega var dagurinn í dag ein af fyrstu reynslum mínum af lokahópnum og þeim þrýstingi sem því fylgir.“

Aðeins 1 höggi á eftir Lydíu var Beth Allen frá Bandaríkjunum á 6 undir pari, 210 höggum (68 69 73) og má segja að fremur slappur lokahringur haf skemmt fyrir Allen.

Þriðja sætinu deildu 6 kylfingar þ.á.m. W-7 módelið Mikaela Parmlid frá Svíþjóð.  Allar voru þær sem í 3. sæti urðu á samtals 5 undir pari, hver.

Til þess að sjá úrslitin á ISPS Handa British Masters SMELLIÐ HÉR: